17. Desember -StefnumótaTikTok, pakkaflóð og jólin með fæðuóþol
Póstkort hafa að miklu leyti vikið fyrir pakkasendingum um jólin. Er unnið dag og nótt hjá dreifingaraðilum um þessar mundir og megum við búast við því að allir pakkar nái í rétt hús fyrir jól? Hrólfur Andri Tómasson framkvæmdastjóri Dropp tekur upp tólið og spjallar við okkur.
Það fylgir svolítið aðventunni og jólunum að það drjúpa veitingar af hverju strái. Það getur þó verið leiðinegur veruleiki fyrir börn með fæðuóþol eða ofnæmi. Anna Gunndís Guðmundsdóttir á barn með Celiac sem er glútenofnæmi. Hún kemur til okkar.
Ásamt því að hafa búið á Íslandi hefur hin 25 ára gamla Sóley Lind Heimisdóttir búið í Bólivíu, Frakklandi og Bandaríkjunum. Í dag býr hún í Seattle og starfar sem samfélagsmiðlastjóri og viðheldur íslenskunni með því að segja frá ævintýrum sínum í stefnumótaheiminum á TikTok. Myndböndin hafa vakið talsverða athygli og þá kannski helst vegna þess að Sóley dregur ekkert undan og lýsir stefnumótunum á hispurslausan og skemmtilegan hátt.
Jólin eiga það til að tæma alla vasa og veski fólks. En getum við spyrnt við því án þess að fórna gleðinni? Íris Líf Stefánsdóttir bókari og fjármálaáhugamanneskja kemur til okkar og fer yfir það hvernig hún sparar um jólin.
Frumflutt
17. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.