Morgunútvarpið

10. Des -Þunglyndar inniplöntur, Eurovision og stafrænt ofbeldi

Þjást plönturnar þínar af skammdegisþunglyndi? Það er þrautinni þyngra halda inniplöntum líflegum á þessum dimmustu dögum vetrarins. Hvað skal gera? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur gaf okkur sín bestu ráð.

Forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, bað þingið í gær afsökunar á því hafa sagt „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ á leið úr stól forseta á föstudaginn. Nokkuð ljóst er stemmningin á þinginu var orðin súr. Ef Unnur Ýr Konráðsdóttir væri mannauðsstjóri Alþingis, hvernig myndi hún tækla andann? Hún kom til okkar.

Í síðustu viku var ljóst Ísrael fær taka þátt í Eurovision-keppninni í Austurríki á næsta ári. Þegar það var ljóst tilkynntu Belgía, Holland, Írland, Spánn og Slóvenía þau myndu ekki taka þátt óbreyttu. Í dag tekur stjórn RÚV til umfjöllunar hvort Ísland verði á meðal þátttakenda í keppninni en stjórnin samþykkti í síðustu viku beina þeim tilmælum til stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísa Ísrael úr keppninni næsta vor. En hvað nú? Hver er framtíð keppninnar í augum aðdáenda hennar? Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur og Eurovision-aðdáandi, kíkti í spjall.

Stafrænt ofbeldi hefur opnað gerendum áður óþekktar leiðir til áreita, stjórna og þagga niður í konum. Þetta kemur fram í pistli sem Guðný S. Bjarnadóttir birti á Vísi í gær undir fyrirsögninni ger­endur frípassa í of­beldis­málum. Í pistlinum sagði hún meirihluti íslenskra kvenna sem verði fyrir stafrænu ofbeldi tilkynni það ekki vegna vantrausts á kerfinu. Guðný kom í Morgunútvarpið og fór yfir stöðuna.

Frumflutt

10. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,