Tryggingabrask, ekkert friðarsamkomulag, Latibær o.fl..
Kveikur gærkvöldsins fór yfir það hvernig íslensk vátryggingamiðlun var staðin að því að fara á svig við lög árið 2020 við sölu á tryggingum slóvakíska fyrirtækisins Novis sem síðar var svipt starfsleyfi. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands sem hefur kallað eftir því að starfsemi erlendra tryggingafélaga hér á landi verði stöðvuð. Hann leit við.
Rússneskir og bandarískir erindrekar komust ekki að málamiðlun í viðræðum þeirra um mögulegt friðarsamkomulag fyrir stríðið í Úkraínu sem haldnar voru í Kreml fram á nótt. Zelensky hafði sagt þetta besta tækifærið til að koma á friði. Jón Ólafsson prófessor fór yfir stöðuna með okkur.
Magnús Scheving kom í Morgunútvarpið og ræddi við okkur framtíð Latabæjar og íslensk börn en heilsa þeirra mætti vera betri samkvæmt nýrri skýrslu.
Útgjöld ríkisins hækkuðu um 19 milljarða króna í meðförum fjárlaganefndar á milli fyrstu og annarrar umræðu. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokks og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokks mættu til okkar í lok þáttar.
Frumflutt
3. des. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.