Morgunútvarpið

Klámáhorf barna, ljóðlist RFK jr., skemmtanabönn o.fl..

Klám á internetinu verður sífellt grófara og aðgengi slíku efni mikið. Börn skoða í mörgum tilvikum klám fyrir 12 ára aldur, jafnvel áður en þau hafa átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu. Þetta kemur fram í grein sem Lísa Margrét Gunnarsdóttir birti á Vísi í vikunni undir fyrirsögninni: „Horfir barnið þitt á klám“. Lísa mætti í Morgunútvarpið og ræddi efni greinarinnar, sem er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst í vikunni og stendur til 10. desember.

Robert Kennedy yngri er heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Erótísk ljóð sem hann orti til konu sem hann átti í einhvers konar stafrænu ástarsambandi við hafa vakið heimsathygli undanfarna daga, ekki vegna þess þau eru svo falleg heldur vegna samhengisins: Hann er kvæntur Hollywood-leikkonu og yrkisefni ljóðanna er blaðakona sem fjallaði um forsetaframboð hans. Til bæta gráu ofan á svart, þá var hún var trúlofuð þegar skáldagyðjan bankaði á dyrnar hjá Kennedy. Morgunútvarpið kafaði ofan í málið.

Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar spyr síðan hvenær var bannað hafa gaman. Þau vilja meina ríki og sveitarfélög virðist staðráðin í ganga af tónleika- og skemmtistöðum dauðum. Við ræddum við Sverri Pál Einarsson úr stjórn Uppreisnar og buðum Steinþóri Helga Arnsteinssyni, sem þekkir þennan rekstur vel, með í spjallið.

Spjátrungarnir Alexander Björnsson og Halldór Snær Óskarsson fara á kostum á TikTok-síðu Húsasmiðjunnar í snörpum og oft á tíðum sprenghlægilegum myndböndum. En hvaða menn eru þetta sem kitla hláturtaugarnar og selja í leiðinni verkfæri og pallaefni? Hvernig hófst þetta og gera þeir eitthvað annað í vinnunni en grína og glensa? Félagarnir ganga líka ansi langt í gríninu og það liggur því beinast við spyrja þá hvort þeir megi hreinlega gera hvað sem er? Alexander og Halldór Snær kíktu í Morgunútvarpið.

Frumflutt

27. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,