Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents er rétt rúmlega helmingur landsmanna hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði og fyrrverandi biskupsritari, gagnrýndi í Facebook færslu hvernig könnunin var framkvæmd og spurði hvort þessi kerfismikilvæga stofnun njóti ekki alltaf sannmælis umræðunnar og fagdeiglunnar. Hann verður gestur minn í upphafi þáttar.
Ingrid Kuhlman, sem hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði, ræðir mannauðsmál og mikilvægi mistaka.
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, lektor í hagfræði og nefndarmaður í fjármálastöðugleikanefnd, ræðir við mig um verðlaunahafa nóbelsverðlaunanna í hagfræði sem beindu sjónum sínum að skapandi eyðileggingu.
Við höldum áfram umræðu um lestur og ungmennabækur þegar ég ræði við Gunnar Helgason, barnabókahöfund og Margréti Tryggvadóttur, formann Rithöfundasambandsins.
Sigríður Á. Anderssen, þingmaður Miðflokksins, og Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, verða gestir mínir í lok þáttar þegar við ræðum efnahagsmálin og verðbólgu, og bréf um þau mál sem Seðlabanki Íslands sendi forsætisráðherra á dögunum.