Danir hyggjast banna börnum yngri en 15 ára að nota samfélagsmiðla. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti þetta í ræðu sinni við setningu danska þingsins á þriðjudaginn. Hvað vitum við um gagnsemi skrefa sem þessa? Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netvís netöryggismiðstöðvar Íslands, ræðir það við okkur.
Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um Grænland í ljósi nýrrar bókar hans sem nú er farin í prentun.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum frumvarp hans um mannanöfn sem hann mælti fyrir á þingi í gærkvöldi.
Sveinn Waage, fyrirlesari og bjórspekúlant, spurði á Facebook síðu sinni í gær hvort bakslag sé að verða í bjórmenningu. Við ræðum við hann um þau mál.
Hvern hefur ekki dreymt um að geta gefið dugnaðarforki heimilisins, ryksugunni, frí eins og eina kvöldstund og farið með hana í bíó? Kannski ekki marga en nú gefst tækifæri því Bíó Paradís býður fólki að taka ryksugur sínar með sér á frumsýningu í kvöld. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó Paradísar segir okkur frá.
Frumflutt
9. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.