Sturla Þormóðsson, bóndi á Fljótshólum í Flóa, verður á línunni í upphafi þáttar en hann tók upp úr rófugörðum um helgina.
Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið Tylenol eða paracetamol. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir fæðingarteymis hjá Landspítalanum ræðir við okkur.
Í gær voru niðurstöður Heilsuferðalagsins kynntar. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði og Sæunn Rut Sævarsdóttir, lýðheilsufræðingur og doktorsnemi við HÍ segja okkur betur frá.
Við ræðum skipulag í Keldnalandi við Búa Bjarmar Aðalsteinsson hjólagarp.
Helgi Héðinsson, sálfræðingur, gefur okkur góð ráð inn í haustið, þegar kemur að andlegri líðan og hreyfingu.
Frumflutt
24. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.