Erla Björnsdóttir sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns ræðir við okkur um svefnvanda og ráð við honum.
Við höldum áfram umræðu um hugmyndir borgarfulltrúa Viðreisnar um að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík, en tillögu þess efnis var vísað til Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir borgarstjórnarfund á þriðjudaginn. Við ræðum við Sigurð Sigurðsson, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla.
Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, ræðir við okkur um stjórnmálin í Brasilíu en Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var í síðustu viku dæmdur í rúmlega 27 ára fangelsi fyrir valdaránstilraun og margt hefur gerst síðan.
Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða við okkur um hvort ríkisstjórnin grafi undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Vilhjálmur færði fyrir því rök í síðustu viku í skoðanagrein og Ragnar svaraði honum í gær.
Frumflutt
18. sept. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.