Um 110 þúsund manns komu saman í miðborg Lundúna í Bretlandi um helgina til að mótmæla stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum og fjölmenningu. Upp úr hverju sprettur þetta? Við ræðum málið við Sigrúnu Sævarsdóttir Griffith stjórnanda við Guildhall sem er búsett í London.
Í sumar fékkst endanleg staðfesting á því að fyrirtækið Iceland Foods Ltd. getur ekki lengur hindrað að íslensk fyrirtæki auðkenni sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópusambandinu á vörum sínum og þjónustu. Brynhildur Georgsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu og Sigtryggur Magnason forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins ræða málið við okkur.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi tækninnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður gestur okkar eftir átta fréttir en hann kynnti forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fyrir helgi og í dag hefst svokallað Umhverfisþing - það er því nóg að ræða.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður, gerir upp helgina og það sem framundan er í sportinu.
Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, ræða við okkur um nýja skýrslu um megináherslur í varnarmálum