Við rákum augun í það í Bændablaðinu að sveppir hafi dafnað sem aldrei fyrr í sumar. Þar er rætt við Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur ötulasta sveppafræðing landsins. Hún segir áhuga landsmanna á svepparíkinu síaukast. Við sláum á þráðinn norður til hennar.
Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, ræðir við okkur um fund Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, í Alaska í dag.
Ísland vann Svíþjóð í æfingaleik fyrir Evrópumót karla í körfubolta, 73-70, í gærkvöld. Benedikt Guðmundsson lýsti leiknum og gerir það líka í kvöld þegar íslenska liðið mætir því portúgalska. Hann ræðir við okkur um leikina og Evrópumótið framundan.
Ragnar Eyþórsson, framleiðandi og sjónvarpsspekingur, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við leggjumst yfir sjónvarpshaustið framundan.
Við förum yfir fréttir vikunnar með Gunnari Helgasyni og Sveini Waage.
Frumflutt
15. ágúst 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.