26. -Daddy, daddy, samningatækni, Pride í Búdapest o.fl..
Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Hollandi lauk í gær og hefur verið sagður sögulegur. Björn Malmquist fréttamaður okkar í Brussel gerir fundinn upp með okkur.
Pride hátíðin og gangan er framundan í Búdapest þrátt fyrir að ungversk lögregla hafi lýst því yfir að að gangan væri ólögleg. Borgarstjóri Búdapest hefur lýst yfir stuðningi við gönguna og hyggst taka þátt. Snærós Sindradóttir fjölmiðlakona er búsett í Búdapest og við heyrum í henni.
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ræðir við okkur um umferðaröryggi í ljósi slysa undanfarið og sumarsins framundan.
Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í samningatækni, ræðir við okkur um leiðtogafund NATO og sérstaklega samskipti Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.
Nú styttist heldur betur í að Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefjist í Sviss. Helga Margrét Höskuldsdóttir stýrir Stofunni og verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu.
Jónas Guðmundsson gönguleiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur segir okkur frá gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu.
Frumflutt
26. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.