Ofnæmistíðin er hafin -við spjöllum við Yrsu Löve ofnæmislækni.
Fyrri umferð forsetakosninga í Póllandi fór fram um helgina. Margrét Adamsdóttir, fréttamaður sem þar bjó, ræðir við okkur eftir fréttayfirlit hálf átta.
Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada kröfðust þess í sameiginlegri yfirlýsingu sem í gær að Ísraelar breyti um kúrs á Gasa svæðinu. Annars verði gripið til aðgerða. Við ræðum málið við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessor.
Samtök gegn fátækt standa fyrir viðburði á morgun þar sem rætt verður um hvernig hægt sé að elda hollt en ódýrt og kynnt verður verkefni sem snýst um að auka þekkingu á næringu og færni við eldamennsku fyrir fólk sem býr við fjárhagslega krefjandi aðstæður. Við ræðum við formann samtakanna, Steinunni Þóru Árnadóttur, og næringafræðinginn Grétu Jakobsdóttur.
Nokkur umræða hefur skapast um rekstrarumhverfi verslana í miðborg Reykjavíkur eftir að eigendur fataverslunarinnar Gyllta kattarins, sem hefur verið rekin við Austurstræti í tvo áratugi, greindu frá því að þeir hefðu gefist upp á að reka verslun á svæðinu, vísað var sérstaklega til bílastæðamála og sagði annar eigandinn að Dagur B. Eggertsson hefði eyðilagt þetta. Við ræðum þessi mál við borgarfulltrúana Hjálmar Sveinsson og Hildi Björnsdóttur.
Frumflutt
21. maí 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.