Landris og jarðskjálftar halda áfram við Reykjanesskaga. Við tökum stöðuna með Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor í jarðeðlisfræði.
Mikið hefur verið rætt um áhrif þeirra tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðustu viku. Í nýrri úttekt Euronews er rýnt í hvernig breytingarnir kunni að leiða til lægra vöruverðs í ákveðnum vöruflokkum á evrópskum markaði. Við ræðum þær vangaveltur við Benjamín Julian, verkefnastjóra verðlagseftirlits ASÍ.
Í fjármálaáætlun sem rædd er áfram á þingi í dag kemur fram að afnema eigi samsköttun milli skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri og fjárfestir, er gagnrýninn hvað þessar breytingar varðar og segir höggin halda áfram að dynja á ungum barnafjölskyldum. Hann verður gestur okkar fyrir átta fréttir.
Það hefur vakið mikla athygli að bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl sem er útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og veita þannig upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Þetta eru töluverðar breytingar á bílastæðamálum í borginni sem oft er deilt um. Við ræðum þau mál við Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formann umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt.
Utanríkisráðuneytið hefur gefið út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Í tilkynningu ráðuneytisins segir: Viðhorf gagnvart hinsegin fólki eru á mörgum stöðum í heiminum frábrugðin því sem við eigum að venjast á Íslandi og að alvarlegt bakslag hafi orðið í þeim málum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá segir líka að ráðuneytinu hafi borist þónokkur erindi vegna ferðalaga til Bandaríkjanna. Við ræðum málið við Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnarmann í Samtökunum 78.
Frumflutt
7. apríl 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.