Morgunútvarpið

3. apríl -Pöddur í stað eiturs, strákarnir okkar, Trump-tollarnir o.fl..

Á vorin og snemma á sumrin velja sumir eitra í görðum sínum. Þetta er þó ekki endilega besta lausnin fyrir garðana og fólkið sem leikur sér í þeim. Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur ætlar segja okkur frá fjölbreyttum aðferðum sem spyrna við skaðvöldum í garðrækt án þess nota eitur.

Femínistar, vegan og trans fólk eru þeir hópar sem rúmlega fimmtungi ungra drengja er mest í nöp við - þetta sýna nýjar mælingar og sagt var frá þeim í pistli í Speglinum í vikunni sem vakti talsverða athygli. Við ræðum málið við Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambands Íslands.

Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi fjölmarga nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna. Við ætlum rýna í tíðindi gærkvöldsins og ræða áhrifin við Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands lýkur í dag og við ætlum til okkar fulltrúa frá þeim fylkingum sem bjóða fram til ræða um það sem er kosið og stöðu stúdenta almennt. Júlíus Viggó Ólafsson, oddviti Vöku, og Katla Ólafsdóttir, oddviti Röskvu, koma til okkar.

Heiðar Ingi Svansson, formaður félags íslenskra bókaútgefenda, verður gestur okkar eftir fréttayfirlit hálf níu þegar við ræðum frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um námsgögn sem rætt var á þingi í gær.

Hagvextir og saga þjóðar er sýning á Hönnunarmars sem Búi Bjarmar Aðalsteinsson stendur á bak við. Búi kíkir til okkar.

Frumflutt

3. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,