Grettir Gautason, stjórnmálafræðingur, verður á línunni frá Portúgal í upphafi þáttar en þar féll ríkisstjórnin í gærkvöldi og þriðju kosningarnar á jafn mörgum árum yfirvofandi.
Um helgina verður opnað fyrir umsóknir Reykvíkinga um matjurtagarða í borginni. Um 600 matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar. Björk Þorleifsdóttir sem er fræðslustjóri Grasagarðsins kemur til okkar.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræðir við okkur um stefnu í neytendamálum til ársins 2030 sem nú er rædd innan veggja Alþingis.
Við heyrum í Óskari Hallgrímssyni sem er búsettur í Kyiv í Úkraínu.
Í nýrri stöðuuppfærslu Veðurstofunnar vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga segir Í ljósi vaxandi jarðskjálftavirkni samhliða áframhaldandi landrisi og kvikusöfnun er líklegasta sviðsmyndin að þetta kvikusöfnunartímabil endi með kvikuhlaupi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að þar gjósi í áttunda skiptið frá því í lok árs 2023. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni kemur til okkar.
Kári Kristján Kristjánsson, handboltamaður og spekingur, verður gestur okkar í lok þáttar en íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir því gríska í dag í undankeppni EM.