Morgunútvarpið

11. mars -Svefnlyf, hnúfubakar og loðnan, kosningar í Grænlandi o.fl..

Ísland er hástökkvari í notkun svefnlyfja samkvæmt úttekt rannsakenda á Norðurlöndum árið 2020. Þetta ár notuðu Íslendingar rúmlega 6 sinnum meira af algengustu svefnlyfjunum en Danir til mynda. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla og verkefnisstjóri Sofðuvel-átaksins segir okkur betur frá.

Fjallað var um áhrif hnúfubaka á loðnustofna í Morgunblaðinu í gær. Þar var meðal annars haft eftir Vilhjálmi Árnasyni þingmanni Sjálfstæðisflokks til skoðunar leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn­ir á afráni hnúfu­baka á loðnu­stofn­in­um við Ísland. En hvað er vitað um tengsl þarna á milli ef einhver eru? Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor í líffræði og sérfræðingur í sjávarspendýrum kemur til okkar.

Grænlendingar ganga kjörborðinu í dag en kosningar þar í landi hafa sjaldan vakið jafn mikla athygli eðli málsins samkvæmt. Við ræðum við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrverandi formann Siumut-flokksins í Nuuk, um þau mál sem einkennt hafa kosningabaráttuna.

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna á húsnæðismarkaði og úttekt í Innherja þar sem fram kom séreignarstefnan væri á hröðu undanhaldi og eftir einungis fimm ár eigi 107 þúsund einstaklingar á aldrinum 25 til 49 ára hér á landi ekki sína eigin íbúð.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fréttir úr heimi tækninnar.

Við höldum áfram ræða við þá sem bjóða sig fram til formanns í VR, Bjarna Þór Sigurðsson og Þorstein Skúla Sveinsson.

Frumflutt

11. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,