Morgunútvarpið

1. nóv -Flóð á Spáni, vottorð og upphitun fyrir kosningar.

Spánverjar sinna björgunarstarfi eftir mannskæðustu flóð seinni tíma þar. Við heyrðum í Erlu Maríu Huttunen sem býr í Valencia héraði, þar sem flóðin hafa verið, í gær. Þá voru þau fjölskyldan rafmagnslaus og vatn á þrotum. Við fáum taka stöðuna í byrjun þáttar.

Félag íslenskra heimilislækna hefur sent á félagsmenn sína og stjórnvöld ályktun og tilmæli um heimilislæknar muni ekki gefa út svokölluð „fit to fly“ vottorð fyrir hælisleitendur sem á vísa úr landi. Þau telji þau það stríða gegn siðareglum lækna og mannréttindasáttmálum. Svanur Sigurbjörnsson fyrrverandi formaður Sifræðiráðs ræðir við okkur.

Björn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ætlum ræða sjálfkeyrandi bíla, en Tesla kynnti á dögunum slíka leigubíla, Cybercab. Í úttekt Morgunblaðsins í gær kom fram Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, telji kostnaður við sjálfkeyrandi bíla verði hverfandi og ræða megi um einstaklingsmiðaðar almenningssamgöngur. Rekstrarkostnaður verði einungis um 17 krónur á kílómetrann.

Forystufólk stjórnmálaflokkanna mætast í kappræðum í sjónvarpssal í kvöld og við ætlum hita upp fyrir þáttinn með Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, sem rýnir í möguleg átakamál og stöðu flokkanna.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með Oddi Ævari Gunnarssyni, fréttamanni á Vísi, og Birtu Björnsdóttur, yfirmanni erlendra frétta á RÚV.

Frumflutt

1. nóv. 2024

Aðgengilegt til

1. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,