Morgunútvarpið

06.09.2023

Umsjón: Ingvar og Hafdís

Í ár tekur Ísland þátt í 17. skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Verkefninu er ætlað hvetja börn til þess hreyfa sig og um leið stuðla vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu ,,gönguvænt? umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Linda Laufdal, sérfræðingur, Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var á línunni.

Breiðablik varð fyrir helgi fyrsta íslenska karlaliðið til komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og fær liðið um hálfan milljarð fyrir þann árangur. Kópavogsvöllur mætir hins vegar ekki kröfum UEFA í keppninni og því mun liðið spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni á Laugardalsvelli. Við settum peningana í Sambandsdeildinni og íslenska velli í samhengi með Birni Berg Gunnarssyni, fjármálaráðgjafa.

Þátttaka barna í almennum bólusetningum á síðasta ári var minni en árin á undan, samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnalæknis. Í fréttum í gær kom fram ekki hefði náðst vinna upp það sem tapaðist í faraldrinum, álag á heilsugæslu hafi haft sitt segja og sömuleiðis skortur á bóluefni. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræddi þessa stöðu við okkur.

Klukkan rúmlega tíu á eftir mun Elísabet Jökulsdóttir afhenda Einari Þorsteinssyni verðandi borgarstjóra undirskriftalista. Hún og þau sem undir hann skrifa vilja nefna stíg sem mun liggja milli sólvallagötu og hringbrautar og stendur til nefna Hoffmansstíg, Elísabetarstíg. Hún kom til okkar

Bandarískir fjölmiðlar fullyrtu í gær leiðtogi Norður-Kóreu fari til fundar við Rússlandsforseta á næstunni ræða vopnakaup. Leiðtogarnir hittust síðast á fundi 2019 og þá í Vladivostok í Rússlandi. Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum, var á línunni hjá okkur og ræddi samskipti Rússlands við Kóreu-ríkin og Kína.

Anahita Babaei, annar mótmælandinn sem hélt til í möstrum tveggja hvalveiðibáta Hvals í rúmlega þrjátíu klukkutíma, var gestur okkar í lok þáttar. Í upphafi mótmælanna gerði lögreglan allan farangur hennar upptækan, þar á meðal vatn, mat og síma, og fékk hún því hvorki vott þurrt á meðan á mótmælunum stóð. Við ræddum mótmælin, samskipti við lögreglu og fyrirhugaða kæru Hvals hf. fyrir húsbrot.

Frumflutt

6. sept. 2023

Aðgengilegt til

5. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,