Við fengum forskot á aðventusæluna strax í byrjun þáttar og spjölluðum við Hjördísi Jónsdóttur jólamarkaðsstjóra Heiðmerkur um stuttflutt jólatré, skógarjól og svo margt fleira.
Talsvert hefur verið rætt um fúsk og galla í nýbyggingum að undanförnu. Hvað er að og hvað er til ráða? Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs ræddi málin við okkur.
Einar Sveinbjörnsson fór aðeins yfir færð og veður með okkur.
Margrét Sól Ragnarsdóttir vinnur nú síðustu dagana sína sem verkfræðingur hjá Össuri en hún ákvað nýlega að segja starfi sínu lausu og gerast listamaður í fullu starfi. Margrét Sól var á sínum tíma verðlaunuð fyrir glæsilegan námsárangur og var sú yngsta frá upphafi til að útskrifast með meistaragráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. En hvað varð til þess að hún tók stökkið og hvernig sér hún framtíðina fyrir sér?
Flestir nýir og nýlegir bílar sem seljast í dag eru búnir einhvers konar sjálfkeyrandi möguleikum; allt frá aðstoð við akstur, hjálp við að leggja í stæði yfir í algjör sjálfstýringu. En erum við tilbúin að taka á móti sjálfkeyrandi bílum? Má ég opna appið og biðja bílinn um að koma og sækja mig? Og hver ber ábyrgðina ef mannlaus bíll veldur tjóni? Morgunútvarpið leitaði svara hjá Sigurði Erni Hilmarssyni, þingmanni og lögmanni.
Frumflutt
26. nóv. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.