Ísland gerði öflugt jafntefli við sterkt lið Frakka í undankeppni HM í gærkvöldi. Hörður Magnússon, sparkspekingur, verður gestur minn í upphafi þáttar þegar við leggjumst yfir leikinn og tækifærin á að komast á þetta stórmót.
Vaxtamálið svokallaða verður leitt til lykta síðdegis í dag. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræðir málið og áhrif þess.
Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, ræðir eld í iðnaðarhúsi á Siglufirði.
Á Alþingi í dag fer fram fyrsta umræðu um frumvarp Sjálfstæðismanna um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem meðal annars er lagt til að efla heimildir ríkissáttasemjara. Ég ræði við Jens Garðar Helgason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Kristján Þórð Snæbjarnarson, þingmann Samfylkingarinnar.
Inga Huld Sigurðardóttir, grunnskólakennari og móðir tveggja ungmenna, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hún spurði hvar íslensku ungmennabækurnar eru og setti í samhengi við umræðuna um bækur Halldórs Laxness í síðustu viku. Hún verður á línunni frá Akureyri.
Viðskiptablaðið fjallaði um helgina um möguleg efnahagsleg áhrif af nýjum þjóðarleikvangi. Ég ræði kostnað og tækifæri hvað varðar tekjur við Jóhann Má Helgason, sparkspeking og sérfræðing í fjármálum knattspyrnufélaga.