Morgunútvarpið

8. sept. -Chipocalypse now, Norðmenn kjósa, fljúgandi furðuhlutir o.fl..

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið út forsetatilskipun um breyta heiti varnarmálaráðuneytisins í stríðsmálaráðuneyti. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor fer yfir málið með okkur.

Hallgrímur Indriðason, fréttamaður, verður á línunni frá Noregi þar sem kosið er til þings í dag.

Sævar Helgi Bragason um vísindafréttir.

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ræða þingveturinn framundan.

Við förum síðan yfir íþróttir helgarinnar, venju samkvæmt.

Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) sem fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli minnir fólk á við getum öll stutt við lesskilning barna. Auður Soffía Björgvinsdóttir aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands lítur við.

Frumflutt

8. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,