Morgunútvarpið

27. ágúst -Hitamet, verðlag, mannanöfn o.fl..

Steinþór Snær Þrastarson, skólastjóri í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, verður á línunni í upphafi þáttar þegar við ræðum snjallsímabann á skólatíma.

Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós lítur við í spjall ásamt leikkonunni Aldísi Ósk Davíðsdóttur.

Hvert hitametið á fætur öðru féll í vor og í sumar. Árið hefur einkennst af óvenjulegum hlýindum. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, fer yfir helstu tíðindi á árinu hingað til.

Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram umræðu um vöruhækkanir og verðlag.

Helga Margrét Höskuldsdóttir verður á línunni frá Póllandi þar sem Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst í dag.

Í gær var greint frá því mannanafnanefnd hefði samþykkt nafnið Snjókaldur. Nefndin skoðaði hvort nafn leitt af lýsingarorði bryti í bága við íslenskt málkerfi en taldi svo ekki vera þó slíkt væri óalgengt. Jóhannes B. Sigtryggsson, rannsóknardósent sem situr í nefndinni, verður gestur okkar í lok þáttar.

Frumflutt

27. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,