Morgunútvarpið

21. ágúst - Hraðahindranir, húsnæðismál og hlaup

Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum fannst á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni. Í Krýsuvík mælist hraðari aflögun en áður og kvikusöfnun heldur áfram við Svartsengi. Hvaða atburðarás er líklegust á næstu misserum? Við ræðum málið við Freystein Sigmundsson jarðeðlisfræðing hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur HMS, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við höldum áfram umræðu um húsnæðismál, stýrivexti og reglur um greiðslugetu.

Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði við Háskóla Íslands og höfundur vefsíðunnar Metill.is, ræðir við okkur um áhugaverða tölfræði sem hann tekur saman á þeirri síðu.

Borgarfulltrúarnir Alexandra Briem og Björn Gíslason ræða við okkur um gagnrýni á hraðahindranir í borginni.

Silja Úlfarsdóttir ræðir Reykjavíkurmaraþon og hlaup.

Frumflutt

21. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,