Morgunútvarpið

20. ágúst -Hjólaspjall, kynfræðsla fyrir leikskólabörn, innkallanir o.fl..

Við höfum mikið fjallað um aukinn umferðarþunga í vikunni en höfum um leið verið minnt á hve dásamlegt það getur þá verið hjóla fram hjá allri umferðinni. Við spjöllum um hjólamálin við Búa Bjarmar Aðalsteinsson, stjórnanda hlaðvarpsins hjólavarpið.

Foreldar allra leikskólabarna í Reykjavík fengu bréf frá borginni í gær. Þar kemur meðal annars fram kynfræðsla ein helsta forvörnin gegn kynferðislegu ofbeldi. Hvernig á kynfræðsla til leikskólabarna fara fram? Indíana Rós kynfræðingur lítur við hjá okkur.

Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar pappír leyndist í mexíkóskri kjúklingasúpu sem var innkölluð af heilbrigðiseftirlitinu í kjölfarið. Við ræðum mál sem þetta og það ferli sem fer af stað við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra matvælaeftirlits Reykjavíkurborgar.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir stýrivaxtaákvörðun í dag og Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, ræðir við okkur um leið og ákvörðun liggur fyrir.

Og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar og formaður vestnorræna ráðsins, verður á línunni frá Grænlandi í lok þáttar þar sem ráðið fundar nú.

Frumflutt

20. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,