Morgunútvarpið

13. maí - Eurovision, veður og ferðaþjónusta

Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er gjarnan kallaður, jarð- og veðurfræðingur, verður gestur minn í upphafi þáttar þegar við ræðum einstaklega gott veður í vikunni og sumarið framundan.

Gunnar Birgisson, fréttamaður, verður á línunni frá Basel í Sviss þar sem fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld og Væb-bræður stíga fyrstir á svið.

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, fer yfir hugmyndir umhverfisráðherra um stemma stigu við inn­flutn­ingi á vör­um sem innihalda skaðleg efni og möguleg áhrif þess neyslumynstur Íslendinga.

Það er líf á rafmyntamörkuðum þessa dagana. Kristján Ingi Mikaelsson, fjárfestir og einn stofnenda Visku Digital Assets, ræðir þau mál við mig.

Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, fer yfir fréttir úr heimi vísindanna.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, verður gestur minn í lok þáttar þegar við ræðum stöðu félagsins, ferðaþjónustuna og sumarið framundan.

Frumflutt

13. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,