Morgunútvarpið

9. maí - Fjármálaráðherra, klemmudagar og samningar

Íslenski skálinn á nítjándu alþjóðlegu arkitektasýningu Feneyjatvíæringsins var opnaður í gær. Arnhildur Pálmadóttir, sýningarstjóri og arkitekt, verður á línunni í upphafi þáttar.

Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, verður á línunni frá Japan þegar við ræðum viðræður bandarískra og kínverskra stjórnvalda í Genf á morgun þar sem markmiðið er draga úr spennu milli ríkjanna.

Jón Júlíus Karlsson, samskiptastjóri Viðskiptaráðs, skrifaði í gær grein þar sem hann færði rök fyrir því færa eigi staka frídaga helgum. Ég ræði þau mál við hann.

Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, verður gestur minn eftir átta fréttir.

Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar, í þetta skiptið með Guðmundi Árna Stefánssyni, varaformanni Samfylkingarinnar, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknar.

Frumflutt

9. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,