Morgunútvarpið

6. maí -Olíumarkaðurinn, sjómenn um veiðigjald, Gaza o.fl..

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum óvænta tilkynningu um aukna olíuframleiðslu og verðlækkun á mörkuðum.

Mikið er rætt um hegðunarvanda barna og ungmenna þessi misserin. Arndís Þorsteinsdóttir Sálfræðingur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Margrét Sigmarsdóttir, prófessor á menntavísindasviði búa yfir áratuga reynslu á því sviði og gefa okkur þeirra sýn á málið.

Ísraelsstjórn var í gær sögð hafa samþykkt herða hernaðaraðgerðir á Gaza með það markmið innlima landsvæðið. Við förum yfir stöðuna með Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðingi.

Áfram verður rætt um frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald á þingi í dag en þingfundi var frestað á miðnætti í gær. Við ræðum frumvarpið við Valmund Valmundsson. formann Sjómannasambands Íslands, og umræðuna um greinina.

Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins, ræðir við okkur um fréttir úr heimi tækninnar.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins greindi frá því um helgina hún hafi fengið boð um skóla­vist í Columbia-há­skóla í New York. Hún þáði boðið svo við tekur leyfi frá þingstörfum. Áslaug lítur við hjá okkur í lok þáttar.

Frumflutt

6. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,