Morgunútvarpið

30. apríl - Kjaramál, vinnustaðir og Laugardalsvöllur

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, ræðir við okkur í upphafi þáttar um verðbólgutölur, stýrivaxtaákvörðun maímánaðar og 1. maí.

Við ræðum vinnustaðamenningu og geðheilsu á vinnustöðum við Helenu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra og stofnanda Mental ráðgjafar.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, ræðir við okkur um það þegar fólk deilir lífeyrinum sínum með makanum.

Gæti stórt eldgos hér á landi breytt veðurfari í og við Norður-Atlantshaf? Okkar veðurfari? Svo segir rannsókn sem Hera Guðlaugsdóttir, nýdoktor við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur unnið ásamt samstarfsfólki við erlenda háskóla. Hún kemur til okkar.

Í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 var sýnt frá því Laugardalsvöllur loks taka lit. Sértilgerð saumavél er störfum þar þar sem unnið er dag og nótt í von um Ísland geti spilað landsleik á vellinum í júní. Bjarni Þór Hannesson, grasvallatæknifræðingur, ræðir þessi mál við okkur.

Sagt var frá umfangsmiklum njósnaaðgerðum í Kveik í gær sem hafa meðal annars orðið til þess varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu. Aðgerðirnar eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi. Við ræðum lagalegu hlið málsins við Sigurð Örn Hilmarsson lögfræðing.

Frumflutt

30. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,