Morgunútvarpið

29. apríl - Rafmagnsleysi, Wrexham og varnarmál

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta en á þingi í dag verður rætt frumvarp um breytingu á varnarmálalögum þar sem markmiðið er styrkja sveitina.

Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, ræðir við okkur um stöðuna á fasteignamarkaði og fréttir um eignir sem seldar eru án auglýsinga í vinsælum hverfum.

Velska knattspyrnuliðið Wrexham, sem er í eigu Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenny, tryggði sér um helgina sæti í ensku B deildinni og sagan ótrúlega um Wrexham heldur því áfram sem var í utandeild fyrir fimm árum. Við ræðum liðið við Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing, og önnur dæmi þess efnamiklir menn kaupi lið og sæki fram.

Rafmagn er komið á nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Er komið í ljós hvað olli þessu? Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti lítur við hjá okkur.

Miðeind er 10 ára um þessar mundir. Starfsemi Miðeindar hefur alltaf gengið út á hugbúnaðarþróun og rannsóknir í máltækni en undanfarin ár hefur fyrirtækið fært sig alfarið yfir í þróa gervigreindarlausnir, þjálfa mállíkön eða tauganet til þess leysa ýmis vandamál fyrir íslensku. Linda Heimisdóttir framkvæmdastjóri Miðeindar kíkir til okkar í lok þáttar.

Frumflutt

29. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,