Talað hefur verið um gjörbreytt alþjóðakerfi eftir uppákomuna í Hvíta húsinu á föstudag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fyrirskipað að öll hernaðaraðstoð við Úkraínu verði sett á bið. Við heyrum í Lovísu Falsdóttur sem býr í Californiu og tökum púlsinn á því hvernig talað er um breyttan heim í kringum hana.
Við ætlum að ræða blóðmerahald við Lindu Karen Gunnarsdóttur, formann Dýraverndarsambands Íslands og Andrés Inga Jónsson framkvæmdastjóra þess.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, ræðir við okkur um andlega leit þjóðar og auknar vinsældir kirkjunnar.
Í liðinni viku var svokölluð kjördæmavika á þingi þar sem þingmenn fara um landið og heimsækja fólk, stofnanir og fyrirtæki. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, skrifaði grein í gær þar sem hann líkti vikunni við kvikmyndina Groundhog day, sömu ábendingarnar komi ár eftir ár án þess að við þeim sé brugðist. Við ræðum vikuna að baki og það sem brann á almenningi við Bergþór og Maríu Rut Kristinsdóttur, þingmann Viðreisnar.
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við okkur um fréttir úr heimi vísindanna.
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Kennarasambands Íslands lýkur á hádegi í dag. Magnús Þór Jónsson, formaður sambandsins, verður gestur okkar í lok þáttar.