Morgunútvarpið

27. febrúar - Selalaug, kjaramál og VAR

Við ræðum röddina og það ferli sem fylgir því telja rödd sína við Lindu Björk Markúsardóttur talmeinafræðing.

Umræðan um það hvort stofna eigi íslenskan her skítur reglulega upp kollinum. Heimsmálin hafa eflaust gert umræðuna háværari þessa dagana og pistill Bjarna Más Magnússonar, deildarforseta og prófessors við lagadeild Háskólans á Bifröst vakti mikið umtal í gær. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga kemur til okkar.

Í íþróttafréttum í gær var það sagt tímaspursmál hvenær VAR myndbandsdómgæsla verður tekin upp í fótbolta hér á landi. Töluvert hefur verið deilt um slíka dómgæslu undanfarin ár og við ætlum ræða rökin og árangurinn við Jóhann Pál Ástvaldsson, íþróttafréttamann.

Við ræðum stöðuna í kjaramálunum við Finnbjörn A. Hermannsson, forseta ASÍ, og Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Nokkuð hefur verið rætt og deilt um áform nýs meirihluta í Reykjavíkurborg um fjármagna áætlanir um nýja selalaug í Húsdýragarðinum, og hefur málið bæði verið rætt út frá kostnaði og dýravelferð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni, og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ræða málið.

Frumflutt

27. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,