Morgunútvarpið

5. feb - Óveður, stjórnmál og vaxtaákvörðun

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir við mig um vonskuveðrið sem gengur yfir landið í dag og á morgun.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir í sitt hálfsmánaðarlega spjall um fjármál heimilisins.

Vísir fjallaði í gær um bréf sem yfir hundrað vísindamenn skrifuðu undir þar sem hvatt var til stefnumótunar varðandi þróun gervigreindar með sjálfsmeðvitund og tilfinningar, og spurt var hvernig nálgast ætti slíkt fyrirbæri sem gæti mögulega þjáðst af manna völdum og hvort það eyða gervigreind með meðvitund jafngildi því drepa dýr. Ég ræði þessar vangaveltur við Henry Alexander Henryson, siðfræðing.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, verður gestur minn eftir átta fréttir þegar við ræðum verkefnalista ríkisstjórnarinnar og stöðuna í kjaradeilu kennara og viðsemjenda.

Peninganefnd Seðlabanka Íslands tilkynnir vaxtaákvörðun núna klukkan hálf níu og Snorri Jakobsson, hagfræðingur, verður hjá mér og rýnir í niðurstöðu nefndarinnar.

Almannatenglarnir Andrés Jónsson og Þórhallur Gunnarsson, sem stjórna hinu vinsæla Bakherbergishlaðvarpi, verða hjá mér í lok þáttar þegar við ræðum stöðuna í stjórnmálunum við upphaf þings.

Frumflutt

5. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,