Morgunútvarpið

3. feb - Verkföll, vextir og verð á orku

Í síðustu viku heyrðum við af erfiðri stöðu garðyrkjubænda vegna hækkandi orkuverðs. Halla Hrund Logadóttir þingmaður framsóknar og fyrrverandi orkumálastjóri kom inn á þessi mál í laugardags-Mogganum. Hún kemur til okkar.

Mikið hefur verið rætt um kosti og jafnvel aðallega galla þéttingu byggðar undanförnu. Ekki síst hefur athygli fólks beinst birtuskorti í sumum þeirra íbúa sem eru mjög þétt byggðar. Arkitektinn Helgi Mar Hallgrímsson hefur tekið þátt í hanna hverfi í þéttingu byggðar og kíkir til okkar í spjall.

Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, ræðir við okkur um nýja tollastefnu Bandaríkjanna, áhrif á okkur hér á landi og vaxtaákvörðun peningastefnunefndar á miðvikudaginn.

Hlaðvarpssería um hvarf Jóns Þrastar Jónsonar í framleiðslu RÚV og írska ríkisútvarpsins RTÉ nýtur mikilla vinsælda en þriðji þátturinn kom út í dag og þar er fjallað um leitina. Gísli Rafn Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og björgunarsveitarmaður, var einn þeirra sem skipulagði hana og hann verður gestur okkar eftir átta fréttir.

Íþróttir helgarinnar.

Kristófer Már Maronsson, foreldri barna í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki, verður á línunni í lok þáttar þegar við ræðum áhrif verkfallsins, kæru foreldra og umræðu um hann hafi brotið siðareglur sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar.

Frumflutt

3. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,