Kvöldfréttir útvarps

Framboðsfrestur liðinn og 158 látin eftir flóð á Spáni

Framboðsfrestur til skila inn framboðum fyrir þingkosningar rann út á hádegi í dag. Alls skiluðu ellefu framboð inn gögnum, sem landskjörstjórn fer yfir.

158 hið minnsta eru látin eftir flóðin á Spáni fyrr í vikunni. Margra er enn saknað, en spænska ríkisstjórnin segir leitað verði eftirlifendum eins lengi og þess gerist þörf.

Ekki verður af fyrirhuguðum samruna Skeljar og Samkaupa. Framkvæmdastjóri Samkaupa segir ekki hafa náðst samkomulag um aukið hlutafé auk þess sem rannsókn ESA á mögulegum samkeppnisbrotum hafi ekki hjálpað til.

Nær allir læknar í Læknafélagi Íslands samþykktu verkfall náist ekki samningar við ríkið fyrir mánudaginn 18. nóvember. Engin samningafundur var í deilunni í dag.

Frumflutt

31. okt. 2024

Aðgengilegt til

31. okt. 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,