Morgunútvarpið

Utanríkismál,fjármál fótboltafólks og Steindi Jr. um komu hundamítilsins hingað til lands

Leikmannasamtök Íslands vilja fræða ungt fótboltafólk um það sem gerist eftir fótboltaferlinum lýkur. Allt of algengt er fótboltafólk mennti sig ekki og jafnvel ekki meðvitað um hvort það fái laun sem verktakar eða launþegar. Það getur því tekið við ákveðin óvissa þegar faðir tími skrúfar fyrir boltann. Þessu vilja leikmannasamtökin breyta og horfa út fyrir landsteinana í leit fyrirmyndum. Sif Atladóttir, fótboltakempa og framkvæmdastjóri Leikmannasamtakanna mætti til okkar í spjall.

Sníkjudýrið brúnn hundamítill greindist á dögunum á hundi sem var farið með til dýralæknis vegna kláða og útbrota í fési. Matvælastofnun hvetur alla hundaeigendur til vera á varðbergi svo brúni hundamítillinn verði ekki landlægur hér á landi. Einn af þeim sem þarf hafa þetta í huga er Steinþór Hróar Steinþórsson, Steindi Jr., sem eignaðist nýlega hundinn Guinnes. Fáir óttast skógarmítilinn jafn mikið og Steindi og því spurðum við hann hvernig fréttir um brúna hundamítilinn slá hann og Guinnes litla.

Heimsmyndin breytist ört þessa dagana og mætti segja hún stjórnist af því hvoru megin Donald Trump fari fram úr rúminu á morgnanna. Ísland virðist ætla sleppa við fyrstu atrennu hefndaraðgerða sem Trump ætlar fara í gegn löndum sem styðja Grænland en hversu lengi hægt er treysta á það veit enginn. Við fengum til okkar Þórdísi Kolbrúnu Reykjfjörð Gylfadóttur og Sigmar Guðmundsson úr utanríkismálanefnd Alþingis til ræða stöðuna sem komin er upp.

Íbúar á Húsavík ráku upp stór augu í sumar þegar skemmtiferðaskip sem innihélt hóp Bandaríkjamanna sem stunda makaskipti lagðist bryggju. Ferðalag hópsins vakti skiljanlega mikla athygli en þeir sigldu í kringum landið og skiptust á mökum hver við annan og áhugasama. Þetta skip og þessir góðglöðu gestir voru í sérstöku hlutverki á þorrablóti Húsvíkinga um helgina og formaður þorrablótsnefndarinnar, Helga Dóra Helgadóttir, sagði okkur betur frá því.

Bláa hafið stendur þétt við bakið á strákunum okkar á EM í handbolta. Ein þeirra sem mætt er til Svíþjóðar er Áslaug Þorsteinsdóttir eldhress amma, sem er svo sannarlega ekki á sínu fyrsta stórmóti í handbolta. Við heyrðum í Áslaugu og spurðum hvernig stemningin ytra á keppnisdegi en Ísland mætir fyrnasterkum Ungverjum síðar í dag.

Frumflutt

20. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,