Morgunútvarpið

Sykursýki, Grindavík, loftlagsmál, öldrunarendurhæfing og innflytjendur

Lions á Íslandi stendur í nóvember fyrir árlegri vitundavakningu um sykursýki. Lions býður fólki ókeypis blóðsykurmælingar víða um land í mánuðinum. Þau Anna Fr. Blöndal fjölumdæmisstjóri fyrir Ísland og Jón Bjarni Þorsteinsson heimilislæknir og heilbrigðisstjóri Lions voru á línunni.

líður starfslokum svokallaðrar Grindavíkurnefndar og þá er mikilvægt taka stöðuna á hvernig hefur gengið, hvernig hefur Grindvíkingum reitt af og hvaða afstöðu hefur fólk til framtíðar í Grindavík? Til vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefndin fengið til samstarfs vísindamenn við Háskóla Íslands, sem í áratugi hafa rannsakað áhrif náttúruhamfara á fólk. Við fengum til okkar þær Guðrúnu Pétursdóttur og Jóhönnu Lilju Birgisdóttur sem þessu verkefni koma.

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn nk. mánudag, en hann er samstarfsverkefni allra helstu samtaka atvinnulífsins hér á landi. Tilgangurinn með deginum er fagna árangri og miðla fjölbreyttri reynslu fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum og til okkar kom Lovísa Árnadóttir, sem er ein þeirra sem dagskránni stýra, og hún sagði okkur meira af verkefnum atvinnulífsins í þessum mikilvæga málaflokki.

Við ræddum öldrunarendurhæfingu við Ólaf Helga Samúelsson, sérfræðing í lyf- og öldrunarlækningum og framkvæmdastjóra lækninga á hjúkrunarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum. Hvað er öldrunarendurhæfing og hver er þörfin? Við kynntum okkur málið.

Við ræddum nýja fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar í gær og í dag kom til okkar Róbert Ragnarsson, fyrrum bæjarstjóri og sérfræðingur í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Hann skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann bendir á stór hluti innflytjenda búi við skert lýðræðisleg réttindi, þ.e. hafi ekki kosningarétt. Róbert ræddi áhrif þess við okkur.

Tónlist:

Hjálmar og Mugison - Ljósvíkingur.

Laufey - Mr. Eclectic.

Jimmy Cliff - Reggae nights.

Teddy Swims - Guilty.

Jón Jónsson og Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.

Emiliana Torrini - Vertu Úlfur.

Magnús Þór og Jónas Sig - Ef ég gæti hugsana minna.

B-52's - Roam.

Jordana, Almost Monday - Jupiter.

Alison Moyet - All cried out.

Frumflutt

20. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,