Lions á Íslandi stendur nú í nóvember fyrir árlegri vitundavakningu um sykursýki. Lions býður fólki ókeypis blóðsykurmælingar víða um land í mánuðinum. Þau Anna Fr. Blöndal fjölumdæmisstjóri fyrir Ísland og Jón Bjarni Þorsteinsson heimilislæknir og heilbrigðisstjóri Lions voru á línunni.
Nú líður að starfslokum svokallaðrar Grindavíkurnefndar og þá er mikilvægt að taka stöðuna á hvernig hefur gengið, hvernig hefur Grindvíkingum reitt af og hvaða afstöðu hefur fólk til framtíðar í Grindavík? Til að vinna þetta verkefni hefur Grindavíkurnefndin fengið til samstarfs vísindamenn við Háskóla Íslands, sem í áratugi hafa rannsakað áhrif náttúruhamfara á fólk. Við fengum til okkar þær Guðrúnu Pétursdóttur og Jóhönnu Lilju Birgisdóttur sem að þessu verkefni koma.
Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn nk. mánudag, en hann er samstarfsverkefni allra helstu samtaka atvinnulífsins hér á landi. Tilgangurinn með deginum er að fagna árangri og miðla fjölbreyttri reynslu fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum og til okkar kom Lovísa Árnadóttir, sem er ein þeirra sem dagskránni stýra, og hún sagði okkur meira af verkefnum atvinnulífsins í þessum mikilvæga málaflokki.
Við ræddum öldrunarendurhæfingu við Ólaf Helga Samúelsson, sérfræðing í lyf- og öldrunarlækningum og framkvæmdastjóra lækninga á hjúkrunarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum. Hvað er öldrunarendurhæfing og hver er þörfin? Við kynntum okkur málið.
Við ræddum nýja fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar í gær og í dag kom til okkar Róbert Ragnarsson, fyrrum bæjarstjóri og sérfræðingur í stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Hann skrifaði grein á Vísi í gær þar sem hann bendir á stór hluti innflytjenda búi við skert lýðræðisleg réttindi, þ.e. hafi ekki kosningarétt. Róbert ræddi áhrif þess við okkur.
Tónlist:
Hjálmar og Mugison - Ljósvíkingur.
Laufey - Mr. Eclectic.
Jimmy Cliff - Reggae nights.
Teddy Swims - Guilty.
Jón Jónsson og Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
Emiliana Torrini - Vertu Úlfur.
Magnús Þór og Jónas Sig - Ef ég gæti hugsana minna.
B-52's - Roam.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Alison Moyet - All cried out.