Morgunútvarpið

Tollar, stefnumót, fjölmenning, fótbolti, spunaspil og stýrivextir

liggur fyrir Ísland og Noregur ekki undanþágu frá verndartollum ESB á kísilmálm. Forsætisráðherra segir ákvörðun Evrópusambandsins vera vonbrigði og prinsipp hafi verið brotið. Þetta skapi þó ekki óvissu um EES-samninginn en íslensk stjórnvöld ætli ekki sitja á afstöðu sinni. Pawel Bartoszek formaður utanríkismálanefndar er staddur í Istanbúl á fundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem hann tók málið upp á opnum fundi um viðskiptamál og segir málinu ekki lokið. Við hringdum í Pawel.

Íris Guðmundsdóttir skrifaði pistil um stefnumótamenningu á dögunum á Facebook síðuna Sálarhornið sem hefur vakið athygli. Hún segir konur á Íslandi búnar nóg af stefnumótamenningu hér á landi, eða ómenningu eins og hún kallar hana. Allar hafi þær sömu sögu segja. Og karlmenn líka. Hún fékk mikil viðbrögð við pistlinum þar sem hún miðlaði af eigin reynslu og um hvernig hún setti viðmið fyrir sjálfa sig varðandi stefnumót, fyrir sirka 20 árum síðan, þegar hún var einhleyp. Við ræddum stefnumótamenninguna við Írisi.

fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar var kynnt í gær en hún nær yfir öll starfssvið borgarinnar. Stýrihópur hefur unnið stefnunni sl. ár undir forystu Sabine Leskopf og hún kom til okkar, ásamt Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, og þær sögðu okkur af helstu markmiðum verkefnisins.

Mikil spenna hefur ríkt sl. daga í forkeppni fyrir HM karla í knattspyrnu, en möguleikar Íslands á þeim vettvangi eru úr sögunni eftir tap á móti Úkraínu. Hins vegar hefur íslenski þjálfarinn Heimir Hallgrímsson gengið í endurnýjun lífdaga á Írlandi eftir landslið þeirra, undir hans stjórn, vann frækna sigra á bæði Portúgal og Ungverjalandi og komst í umspil. Við slógum á þráðinn til Önnu Hildar Hildibrandsdóttur á Írlandi sem hefur svo sannarlega fundið fyrir breyttu viðmóti og stemmingu í garð Íslendinga sl. daga.

Við kynntum okkur Spunaspil og vaxandi vinsældir þeirra á Íslandi. Spunaspilararnir Kjartan Yngvi Björnsson og Hlynur Páll Pálsson kíktu til okkar og sögðu okkur frá.

Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnti nýja stýrivaxtaákvörðun í morgun. Við fengum viðbrögð við niðurstöðu nefndarinnar frá Finnbirni A. Hermannssyni forseta ASÍ undir lok þáttar.

Frumflutt

19. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Þættir

,