Með frelsi í faxins hvin - riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni, er nafn nýútkominnar bókar sem Hjalti Jón Sveinsson ritar um fyrrnefndan Hermann Árnason ferðagarp og hestamann, en Hermann er m.a. þekktur fyrir að ferðast um landið þvert og endilangt, stundum einn með 30-40 hrossa stóð á eftir sér, að hafa riðið allt að 3500 km á einu sumri og vera hestamanna fróðastur um vatnareið.
Hermann var á línunni.
Sævar Helgi Bragason mætti í vísindaspjall og fór vítt og breitt, m.a. til Norðurpólsins og út í geim.
Það er ekki bara starfandi sinfóníuhljómsveit í Reykjavík, þær finnast nefnilega víðar um land, m.a. á Austurlandi. Við heyrðum í Sóleyju Þrastardóttur sem er formaður stjórnar Sinfóníunnar þar um slóðir og forvitnuðumst um sveitina og helstu verkefni hennar.
Lífleg íþróttahelgi er að baki og við fórum yfir helstu tíðindi ásamt Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamanni.
Í kvöld verður boðið upp á nornaviðburð hér í Reykjavík þar sem verður galdrað og spáð ásamt ýmsu fleiru sem ætlað er að skapa magnaða samverustund. Þær Selma Hafsteinsdóttir, Dagný Ásta Guðbrandsdóttir og Ellý Ármanns eru meðal þeirra sem kvöldinu stýra og þær komu í spjall.
Tónlist:
EGÓ - Fallegi lúserinn minn.
Band of horses - Slow Cruel Hands Of Time.
Mugison - Til lífsins í ást.
Ampop - My Delusions.
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna - Komum ríðandi að austan.
Kacey Musgraves - Space Cowboy.
The Beatles - And I Love Her.
Valdimar - Karlsvagninn.
Emmsjé Gauti og Björn Jörundur - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Sheryl Crow - All I Wanna Do.