Bergdís Ester Gísladóttir Jensen, sem er búsett í Færeyjum og þekkir stjórnmálin þar vel, verður á línunni í upphafi þáttar. Allir flokkar þar náðu í fyrradag samstöðu um neðansjávargöng sem verða þau stærstu í sögu Færeyja.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, ræða húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær.
Við heyrðum af því í sumar að til stæði að stofna nýjan fjölmiðil með haustinu: Gímaldið. Nú er komið að stóru stundinni -Gímaldið fer í loftið í dag! Tvær stofnenda, Auður Jónsdóttir og Eyrún Magnúsdóttir líta við hjá okkur.
Hrekkjavaka er á morgun. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, ræðir hefðirnar og daginn.
Lauf Cycles var stofnað í bílskúr í Grafarvogi árið 2011 og markaði sér fljótt sérstöðu í heimi hjólreiða með byltingarkenndri hönnun fjöðrunargaffli fyrir reiðhjól sem var sérstaklega hannaður fyrir lítil högg. Fjallahjolið Elja er tilnefnt til hönnunarverðlauna Íslands. Benedikt Skúlason stofnandi lauf cycles lítur við hjá okkur.
Frumflutt
30. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.