1. október - Bókaútgáfa, friðarverðlaun og matvendni
Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum stöðu bókaútgáfu í aðdraganda jóla.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri mikil móðgun við þjóð sína ef hann hlyti ekki friðarverðlaun Nóbels. Við ætlum að ræða þessi verðlaun og setja í sögulegt samhengi með Stefáni Pálssyni, sagnfræðingi og friðarsinna.
Við ætlum að ræða matvendni barna, skólamáltíðir og bragðlaukaþjálfun hjá litlum bragðlaukum við Önnu Sigríði Ólafsdóttur prófessor í næringarfræði.
Þegar að kemur að ferðamennsku og forgangsröðun aðgerða í náttúruvernd, þarf öll þessi klósett? Katrín Karlsdóttir, verkefnastjóri á þróunarsviði Náttúruverndarstofnunar, fer yfir það með okkur.
Auðunn Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Landhelgisgæslunni, ræðir við okkur í lok þáttar um þjóðaröryggisráð, varnir og dróna.
Frumflutt
1. okt. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.