24. júní -Fræ í geimnum, garðyrkja, sumarleikhús, varnarmál o.fl..
Sævar Helgi Bragason, vísindasérfræðingur Morgunútvarpsins, ræðir við okkur um fréttir úr heimi vísindanna.
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hóf um helgina prófanir á sjálfakandi leigubílum sem fyrirtækið hefur þróað. Björn Kristjánsson, bílasérfræðingur og ráðgjafi hjá FÍB, hefur setið í einum slíkum og ræðir þessa þróun við okkur.
Allt í einu erum við langt komin inn í júnímánuð og eflaust einhver sem velt því fyrir sér hvort nú sé orðið of seint að setja niður matjurtir hvers kyns. Svo er víst ekki. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur fer yfir sín bestu matjurtarræktunarráð með okkur.
Sumarleikhúsið Afturámóti byrjar í vikunni í Háskólabíó. Þrjú ný íslensk verk verða sett á fjalirnar. Bjarni Snæbjörnsson og Katla Þórudóttir Njálsdóttir taka þátt í hvort sínu verkinu. Við fáum þau í heimsókn.
Við ræðum alþjóðamálin og stöðu Íslands í því samhengi við Víði Reynisson, þingmann Samfylkingarinnar, og Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins.
Frumflutt
24. júní 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunútvarpið
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.