Morgunútvarpið

4. nóv - Stjórnmál, hálka og ritlaun

Þorsteinn Jóhannsson loftgæðasérfræðingur hjá umhverfisstofnun ræðir við okkur um gasmengun og svifryk.

Mikið var um harða árekstra í hálkunni í gær. Við ræðum færðina og búnað bíla við Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, mætir til okkar eins og alltaf annan hvern miðvikudag, og ræðir fjármál og heimilisbókhaldið, í þetta skiptið val á lífeyrissjóði.

Nichole Leigh Mosty hjá hæfnisetri ferðaþjónustunnar ræðir um notkun íslensku í ferðaþjónustu og inngildingu, og nýjar nálganir í þeim málum.

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við ræðum efnahagsmálin og stjórnmálin.

Mikið hefur verið deilt um listamannalaun síðustu sólarhringja eftir í ljós kom fjöldi þekktra rithöfunda fái ekki ritlaun á næsta ári í fyrsta skipti í langan tíma, og það þrátt fyrir lög þar sem úthlutuðum mánuðum var fjölgað. Við ræðum þessi mál við Margréti Tryggvadóttur, formann Rithöfundasambands Íslands.

Frumflutt

4. des. 2024

Aðgengilegt til

4. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,