Morgunútvarpið

29. nóv. -Verðbólga, handbolti og Kosningar að bresta á

Verðbólga er komin niður í 4,8 prósent og hefur ekki verið lægri í þrjú ár. Þrátt fyrir það hækkaði vísitala neysluverðs á sama tíma. Róbert Farestveit sviðsstjóri stefnumótunar og greiningar hjá Alþýðusambandi Íslands kemur til okkar í spjall um það og einn stærsta neysludag ársins sem er í dag, svartan föstudag.

Fyrsti leikur Íslands á EM kvenna í handbolta er gegn sterku liði Hollands síðdegis í dag. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ræðir við okkur frá Austurríki.

Í gær var birt úttekt á vef RÚV þar sem rýnt er í svör frambjóðenda og flokka í kosningaprófi RÚV til þess greina hverjir eru mest sammála um fullyrðingar prófsins og hvaða málefni sundra flokkunum helst. Við ræðum niðurstöðurnar og prófið við Birgi Þór Harðarson, vefstjóra RÚV.

Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum kosningarnar á morgun og setjum í sögulegt samhengi.

Eins og alltaf á föstudögum förum við yfir fréttir vikunnar með góðu fólki, í þetta skiptið Kristínu Ólafsdóttur, fréttamanni á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, og Gunnari Sigurðarsyni, fjölmiðlamanni og viðskiptastjóra hjá Samtökum iðnaðarins.

Frumflutt

29. nóv. 2024

Aðgengilegt til

29. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,