Morgunútvarpið

21. nóv -Gervigreindarljóð, vanstillt verkföll og flokkarnir á samfélagsmiðlum.

Fólk kýs gervigreindarljóð umfram þau sem skrifuð eru af raunverulegu fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem sagt var frá í The Guardian. Við fabúlerum um málið með Margréti Tryggvadóttur formanni Rithöfundasambands Íslands.

Íþróttafréttamiðillinn The Athletic fjallaði um helgina ítarlega um ótrúlegan árangur landsliðs Súdana í knattspyrnu en þeir eru efstir í sínum riðli í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem þeir hafa hingað til ekki komist á, og keppa einnig í Afríkukeppninni á næsta ári, og þetta gerist á sama tíma og blóðug borgarastyrjöld stendur yfir í landinu. Formaður Flóttamannaráðs Noregs sagði einmitt um helgina stærstu mannúðar- og hungurkrísu heimsins vera í Súdan. Við ætlum ræða knattspyrnu í Súdan og áhrif stríðsins þar í landi við Jóhann Pál Ástvaldsson, íþróttafréttamann og mannfræðing.

Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnumarkaðsrétti, ræðir við okkur um kjaradeilu kennara og sveitarfélaga, og sérstaklega tilboð Kennarasambandsins um aflýsa verkföllum á fjórum leikskólum gegn því sveitarfélögin greiði laun þeirra starfsmanna sem voru í verkfalli. Formaður samninganefndar sveitarfélaganna sakar kennara um misbeita verkfallsréttinum í auðgunarskyni.

Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur, í þetta skiptið Sigmund Erni Rúnarsson, sem skipar fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkjurkjördæmi norður, og Ingibjörgu Þóru Haraldsdóttur, sem er í fjórða sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.

Við heyrum í Gunnari Birgissyni íþróttafréttamanni en hann er staddur á Ítalíu -Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Ítalíu á morgun í undankeppni EM 2025.

Frammistaða flokkanna og virkni þeirra á samfélagsmiðlum fyrir kosningar hefur vakið talsverða athygli. Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman virkni flokkanna og Andreas Örn Aðalsteinsson greinir málin með okkur.

Frumflutt

25. nóv. 2024

Aðgengilegt til

25. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,