Morgunútvarpið

20. nóv - Stjórnmál, stýrivextir og samgöngur

Í gær var sagt frá því enn finnist kakkalakkar á landspítalanum. Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir kíkir til okkar.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum samgöngumál og borgarlínu í ljósi kosninganna. Ýmislegt nýtt kom fram í nýrri umhverfismatsskýrslu sem Vegagerðin hefur lagt fram vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar, og fjallað var um í gær.

Björn Berg Gunnarsson mætir í sitt reglulega fjármálahorn.

Við höldum síðan áfram ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Fidu Abu Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur, sem skipar fjórða sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi, og Ævar Kjartansson, fyrrverandi útvarpsmann, sem er í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Greint verður frá stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands klukkan hálf níu. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, verður hjá okkur og rýnir í ákvörðunina og áhrif hennar

Alþjóðadagur barna er í dag og þá kemur út árleg flaggskipsskýrsla UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um stöðu barna í heiminum (e. State of the World‘s Children). Skýrslan í ár ber yfirskriftina „Framtíð barnæskunnar í breytilegum heimi“ Birna Þórarinsdóttir segir okkur betur frá því.

Frumflutt

20. nóv. 2024

Aðgengilegt til

20. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,