Morgunútvarpið

Bárðarbunga, hleðsluöryggi, kynsjúkdómar, náttúruvísindalæsi og Hönnunarmars.

Bárðarbunga lét vita af sér um helgina með skjálfta upp á 5.4. Síðast hristist svo vel þar fyrir 9 árum síðan þegar gaus í holuhrauni. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur leit við hjá okkur í spjall um stöðuna.

Á síðasta ári var grunur um a.m.k tólf elda sem rekja mátti til hleðslu rafhlaupahjóla en árin á undan voru þeir meðaltali fimm skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ágúst Mogensen sem er er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum fór yfir öryggismálin með okkur.

Ástráður kynfræðslufélag hefur hrundið af stað forvarnarátaki og ekki ástæðulausu. Kynsjúkdómasmitum hefur fjölgað mikið á stuttum tíma. Aldís Eyja Axelsdóttir og Katrín María Ólafsdóttir læknanemar ræddu málið við okkur.

Við ræddum náttúruvísindaskilning íslenskra skólabarna og hvað er hægt gera til bæta hann við Eddu Elísabet Magnúsdóttur lektor í líffræði við Háskóla Íslands.

Hönnunarmars 2024 fer af stað á miðvikudaginn og stendur út sunnudaginn. Hátíðin hefst á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks, sem þessu sinni tekst á við öfgar og ójafnvægi. Þær Helga Ólafsdóttir, stjórnandi hátíðarinnar og Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks, fræddu okkur betur um það.

Gunnar Birgisson af íþróttadeildinni leit við í lok þáttar með það helsta úr heimi íþróttanna.

Frumflutt

22. apríl 2024

Aðgengilegt til

22. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,