Morgunútvarpið

Pólverjar vilja breytingar, ólíklegt aðventugos, Björk um sjókvíar ofl

Metkjörsókn var í þingkosningum Pólverja í gær enda mikið í húfi jafnt fyrir Pólverja, Úkraínumenn og Evrópu. Samkvæmt seinni útgönguspám nær popúlíski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti ekki hreinum meirihluta og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangur Donalds Tusk gæti myndað stjórn með tveimur minni flokkum sem hafa lýst yfir samstarfsvilja. Hvað þýða þessar niðurstöður og upp úr hverju spretta þær? Margrét Adamsdóttir fréttamaður ætlar ræða það við okkur.

Fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands sagði um helgina mikilvægt fólk sem ætli sér ganga á fjöll eða skoða hella nærri umbrotasvæðum á Reykjanesskaga hafi varann á. Landris hefur aukist og atburðarásin svipuð aðdraganda fyrri gosa. Við ætlum ræða líkurnar á það gjósi fyrir jól og hvernig það gos liti út við Þorvald Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármálaráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum um helgina. Þá sagði hún baráttuna við verðbólgu og betri nýtingu skattfjár meðal helstu áherslumála. Við ætlum fara yfir stöðuna í efnahagsmálunum og líklega þróun fram kosningum með Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka.

Björk Guðmundsdóttir leggur um þessar mundir lokahönd á lag sem hún gefur út í lok mánaðar ásamt söngkonunni Rosaliu. Allur ágóði af laginu verður gefinn Seyðfirðingum sem höfða málsókn til spyrna við uppbyggingu sjókvíaeldis í firðinum. Við ræðum við Björk um sjókvíeldin, náttúruverndina og nýja lagið.

Þróttarar komu saman í Laugardal í gærkvöldi til styðja við bakið á Isaac Kwateng sem í þessum töluðu orðum er verið senda aftur til Gana. Hann hefur verið hér á landi í nærri sex ár og hefur starfað sem vallarstjóri hjá Þrótti, leikið með liðinu og þjálfað. Honum var á sínum tíma synjað um alþjóðlega vernd og getur hann því ekki sótt um atvinnu- og dvalarleyfi til frambúðar. Við ætlum ræða við Maríu Edwardsdóttur, framkvæmdastjóra Þróttar, um þessa stöðu.

Mánudagsíþróttirnar verða á sínum stað. Við förum yfir það áhugaverðasta í íþróttum helgarinnar og hvað mun bera hæst á góma í vikunni.

Lagalisti:

DÚKKULÍSUR - Svarthvíta hetjan mín.

Lizzo - juice.

BILLIE EILISH - What Was I Made For.

THE POLICE - Message In A Bottle.

Una Torfadóttir - Í löngu máli.

FLOTT - Segðu það bara.

BJÖRK - The Anchor Song.

Bríet - Hann er ekki þú.

LAUFEY - California and Me.

GDRN - Lætur mig Ft. Flóni.

Frumflutt

16. okt. 2023

Aðgengilegt til

15. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,