Morgunútvarpið

6. okt. - Fiskiprótein, kynbundið ofbeldi, raftæki, námslán o.fl.

Við heyrðum af fiskipróteini fyrir konur sem Gísli Ragnar Guðmundsson þróar ásamt ofurkonunum Annie Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Matvælasjóði og því kemur líka nýsjálensk vísindakona sem rannsakað hefur kynjamun á þjálfun og næringu.

Í gær ræddum við við Hildi Petru Friðriksdóttur um MSc-rannsókn hennar við Háskólann á Akureyri á reynslu karla af ofbeldi kvenna. Í viðtalinu sagði hún m.a. ofbeldi væri ekki bundið við kyn og ofbeldi kvenna gagnvart körlum væri algengara en halda mætti af umræðu um ofbeldi og þolendur. Við fengum sterk viðbrögð við viðtalinu og ekki voru öll á eitt sátt við yfirlýsingar Hildar og gagnaöflun hennar. Við fylgdum þessari umfjöllun eftir í dag og fengum til okkar Drífu Snædal talskonu Stígamóta og ræddum við hana um kynbundið ofbeldi, tölfræði og fleira.

Mörg liggjum við á gömlum símum og raftækjum hvers konar og vitum ekki alveg hvað við eigum gera við þau. Er hægt endurnýta þau, hvernig á farga þeim o.s.frv. ætlar Umhverfisstofnun standa fyrir svokölluðu tækjaþoni þar sem markmiðið er finna lausnir á raftækjasóun. Þorbjörg Sandra Bakke og Hildur Mist Friðjónsdóttir, sérfræðingar í teymi hringrásarhagkerfis hjá UST, fóru yfir þetta.

Fréttir vikunnar voru á sínum stað og Guðfinnur Sigurvinsson hárgreiðslumaður og Veiga Grétarsdóttir kajakdrottning og baráttukona voru gestir okkar í dag.

Á síðustu tíu árum hefur námsmönnum sem taka námslán fækkað um meira en helming og umtalsvert fleiri háskólanemar á Íslandi telja sig þurf vinna með náminu en í mörgum löndum í kringum okkur. Landsamtök íslenskra stúdenta og Bandalag háskólamanna standa sýningunni Mennt er máttur sem ætlað er vekja fólk til umhugsunar um hlutverk og stöðu Menntasjóðs námsmanna. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta ræddi námslánakerfið og fjárhag stúdenta.

Óvenjumörg úr hópi þeirra barna sem dvöldu á viðkvæmasta þroskaskeiði á vöggustofunni Hlíðarenda og vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa látist fyrir aldur fram. Þá hafa fleiri úr þeim hópi verið metin til örorku en aðrir jafnaldrar þeirra. Þetta rekja til þeirrar meðferðar sem börnin máttu þola samkvæmt skýrslu um vöggustofurnar sem kynnt var í gær. Urður Njarðvík, prófessor í barnasálfræði við Háskóla Íslands og ein skýrsluhöfunda, ræddi sálfræðilegu hliðina á málinu við okkur.

Tónlist:

Laufey ? California and me.

Patrik og Luigi ? Skína.

Helgi Björnsson ? Besta útgáfan af mér.

The Beatles ? Hard days night.

200.000 Naglbítar ? Hæð í húsi.

Frumflutt

6. okt. 2023

Aðgengilegt til

5. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,