Morgunútvarpið

27. september -Hjúkrun í hálfa öld, loftlagsþolið Ísland o.fl..

Hamingjudagar í Hafnarfirði fara fram um þessar mundir í fyrsta sinn. Hugmyndin verkefninu kviknaði m.a. út frá vísbendingum um hamingjustuðull landsmanna fari dvínandi. Við slógum á þráðinn suður í Hafnarfjörð og heyrðum í Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra um hamingjudagana og hvort, og þá hvernig, sveitarfélög geta stuðlað aukinni hamingju íbúa?

Hálf öld er liðin um þessar mundir frá því kennsla í hjúkrunarfræði hófst við Háskóla Íslands. Sóley Sesselja Bender, prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og Landspítalann, var í hópnum sem hóf nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands haustið 1973. Sóley kom til okkar ásamt Lovísu Snorradóttur sem útskrifaðist úr hjúkrunarfræði í vor og við ræddum hjúkrun í fortíð og nútíð.

Sérfræðingar hjá MATÍS eru leggja lokahönd á stórt verkefni þar sem prótein framtíðarinnar í matvælum er rannsakað, sérstaklega skordýraprótein, sveppaprótein og örþörungaprótein. Birgir Örn Smárason sérfræðingur hjá Matís sagði okkur betur frá því.

Unnið er gerð Landsáætlunar um aðlögun loftslagsbreytingum og afleiðingum þeirra til næstu ára, þ.e. hvernig við þurfum bregðast við þeim náttúruöfgum sem vísindin segja muni eiga sér stað í nálægri framtíð. Í gær kynnti stýrihópur sem ætlað var vinna tillögur fyrir gerð áætlunarinnar niðurstöður sínar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kom til okkar og fór yfir málið.

Vonir eru bundnar við nýtt meðferðarúrræði sem fer fram á netinu geti skipt sköpum fyrir börn með kvíðaraskanir. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman slíku verkefni. Brynjar Halldórsson, dósent við sálfræðideild HR og Anna Sigríður Islind, dósent í tölvunarfræði við HR sögðu okkur betur frá því.

Tækifærið er nálgun í starfsþjálfun, ætlað ungu fólki af erlendum uppruna sem hefur lengi verið atvinnulaust og er með litla formlega menntun. hafa hins vegar öll námskeið verið lögð niður, a.m.k. tímabundið, vegna skorts á þátttöku. Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi fór yfir stöðuna með okkur.

Tónlist:

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Tölum saman.

ELVIS COSTELLO - Alison.

PHARRELL - Happy.

MUGISON - Stóra stóra ást.

BJÖRK - Afi.

BRUCE SPRINGSTEEN - Born to run.

VÖK - Illuminating.

Frumflutt

27. sept. 2023

Aðgengilegt til

26. sept. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,