Morgunútvarpið

25. september - Fjármál, líðan og alþjóðamál

Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra kynnti uppfært jarðvarmamat fyrir Ísland á kynningarfundi í ráðuneytinu í gær og samhliða var styrkveiting til 18 jarðvarmaverkefna upp á milljarð króna kynnt. Þar af fara 380 m.kr. til Vestfjarða. Elías Jónatansson orkubússtjóri hjá Orkubúi Vestfjarða verður á línunni.

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri Litla bókasafnsins, ræðir við okkur um börn og lestur.

Jón Ólafsson, prófessor, ræðir við okkur um Rússland og alþjóðamál.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem báðir sitja í velferðarnefnd Alþingis, verða gestir okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram ræða líðan þjóðarinnar í ljósi niðurstöðu Heilsuferðalagsins, langtímarannsóknar sem kveikt hefur viðvörunarljós.

Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri, ræðir við okkur um stöðu efnahagsmála.

Frumflutt

25. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,